Neytendastofa hefur lagt 500 þúsund króna stjórnvaldssekt á Hagkaup vegna svokallaðra Tax Free-daga í fjóra daga í maí. Neytendastofa segir að á stórum auglýsingaborðum í gluggum verslana Hagkaups í Skeifunni og Smáralind á Tax Free-dögum var prósentuafsláttur ekki tilgreindu eins og Neytendastofa hafði gert kröfu um.

Í rökstuðningi Neytendastofu segir m.a. að margar ábendingar og fyrirspurnir hafi borist frá neytendum sem töldu afsláttinn eiga að vera 25,5% þegar hann var í raun 20,32%.  Neytendastofa taldi ekki ástæða til að banna Hagkaup að nota hugtakið „Tax Free“ en gerði forsvarsmönnum verslunarinnar grein fyrir því að með því að nota TAX Free hugtakið þá ætti bæði í verslunum sínum og auglýsingum að koma fram hver afslátturinn væri eða 20,32%.

Neytendastofu telur auglýsinguna ósanngjarna og villandi gangvart neytendum ef ekki er vísað afsáttarprósentuna og sektaði því Hagkaup um áðurgreinda upphæð.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér .