*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 7. október 2014 12:05

Hagkerfi Orra frá Þúfu

Rétt fyrir aldamót kom þýsk kona til landsins í einkaflugvél og bauð 220 milljónir í hestinn Orra frá Þúfu. Tilboðinu var hafnað.

Trausti Hafliðason
Haraldur Guðjónsson

Orri frá Þúfu, frægasti stóðhestur landsins, var felldur laugardaginn 20. september þá 28 vetra gamall. Stóðhesturinn markaði þáttaskil í hrossarækt á Íslandi því árið 1991 var stofnað einkahlutafélag um hann. Þetta fyrirkomulag varð öðrum fyrirmynd því á næstu árum og allt síðan hafa verið stofnuð hlutafélög um stóðhesta.

Árið 1999 var einn hlutur í Orra seldur og kaupandinn, sem var þýskur, borgaði eina milljón fyrir hann. Árið 2000 var seldur hlutur á 1,2 milljónir, sem þýðir að verðmæti Orra var ekki undir 84 milljónum króna og líklega nær 100 milljónum. Ef við uppreiknum þetta þá kostaði hluturinn árið 2000 ríflega 2,5 milljónir á verðlagi ársins 2014 og samkvæmt því var verðmæti hans ekki undir 175 milljónum króna.

Verðmæti Orra frá Þúfu var samt líklega enn meira en 175 milljónir. Rétt fyrir aldamót kom þýsk kona til landsins í einkaflugvél í þeim erindargjörðum að kaupa hestinn. Hún bauð yfir 100 milljónir króna en á verðlagi ársins 2014 eru það um 220 milljónir króna. Tilboðinu var hafnað.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Orri frá Þúfu