*

mánudagur, 24. júní 2019
Erlent 3. janúar 2015 16:48

Hagkerfi Stjörnustríðsmyndanna

George Lucas hefur hagnast vel á Stjörnustríðsmyndunum sem gert hafa hann að einum ríkasta manni heims.

Bjarni Ólafsson

Engin myndasería hefur skilað viðlíka tekjum og Stjörnustríðsmyndir George Lucas, en tekjustraumarnir eru fjölbreyttir. Þegar fyrsta stjörnustríðsmyndin kom út árið 1977 urðu kaflaskil í kvikmyndasögunni. Ekki aðeins vegna þess hve gríðarlega vinsæl myndaserían um Loga Geimgengil, Svarthöfða og Obi-Wan Kenobi varð, heldur sýndi leikstjórinn og framleiðandinn George Lucas fram á að fleiri tekjustraumar en bara sala bíómiða eru mögulegir af vinsælum kvikmyndum.

Samkvæmt útreikningum tímaritsins Forbes nema tekjur af Stjörnustríðinu alls um 27 milljörðum dala, andvirði um 3.350 milljarða króna. Eru þar teknar með tekjur af miðasölu, sölu og leigu myndbanda og DVD diska, sölu leikfanga, bóka og annarra vöruflokka sem merktir eru Stjörnustríðsmyndunum eða hetjum þeirra.

Nánar er fjallað um málið í áramótablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Star Wars George Lucas
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is