Engin myndasería hefur skilað viðlíka tekjum og Stjörnustríðsmyndir George Lucas, en tekjustraumarnir eru fjölbreyttir. Þegar fyrsta stjörnustríðsmyndin kom út árið 1977 urðu kaflaskil í kvikmyndasögunni. Ekki aðeins vegna þess hve gríðarlega vinsæl myndaserían um Loga Geimgengil, Svarthöfða og Obi-Wan Kenobi varð, heldur sýndi leikstjórinn og framleiðandinn George Lucas fram á að fleiri tekjustraumar en bara sala bíómiða eru mögulegir af vinsælum kvikmyndum.

Samkvæmt útreikningum tímaritsins Forbes nema tekjur af Stjörnustríðinu alls um 27 milljörðum dala, andvirði um 3.350 milljarða króna. Eru þar teknar með tekjur af miðasölu, sölu og leigu myndbanda og DVD diska, sölu leikfanga, bóka og annarra vöruflokka sem merktir eru Stjörnustríðsmyndunum eða hetjum þeirra.

Nánar er fjallað um málið í áramótablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .