*

mánudagur, 22. júlí 2019
Innlent 15. maí 2017 14:30

Hagkerfið ekki eins berskjaldað

Greiningardeild Arion banka segir hagkerfið í heild ekki eins berskjaldað fyrir sveiflum í sjávarútvegi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Greiningardeild Arion banka segir hagkerfið í heild ekki eins berskjaldað fyrir sveiflum í sjávarútvegi.

Sjávarútvegur hefur lengi verið samofinn íslenskri efnahagsþróun. Greiningardeild Arion banka segir þó að með minna vægi greinarinnar sé hagkerfið í heild ekki eins berskjaldað fyrir sveiflum í sjávarútvegi.

Sjávarútvegurinn er þó enn mikilvægur og auknar aflaheimildir í uppsjávarfiski gætu bætt ríflega hálfri prósentu við hagvöxt.

Í kynningarefni Arion kemur einnig fram að helstu botnfisktegundir standi vel um þessar mundir. Stofnvísitala þorsks hefur til að mynda ekki mælst hærri frá árinu 1985 og hefur meira en tvöfaldast frá 2010.

Botn-, flat- og skelfiskafli jókst einnig og það um 5% eða tæp 25 þúsund tonn í fyrra. Miðað við góða stöðu þorskstofnsins og annarra stofna gæti sá afli aukist í ár.

Verð sjávarafurða í erlendri mynt er þá einnig almennt nokkuð hátt um þessar mundir. Hækkunin er drifin áfram af verði á mjöli og lýsi.

Gengi krónunnar vegur þó hressilega á móti, en það er um 24,6% sterka nú en að jafnaði árið 2015, miðað við sjávarútvegsvegna gengisvísitölu.

Stikkorð: Sjávarútvegur Arion Greining