Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Verkefnahópur sem Seðlabanki Íslands setti laggirnar í samvinnu við útgefendur og færsluhirða á íslenskum kortamarkaði til að meta hagkvæmni þess að byggja upp miðlægt uppgjörskerfi kortaviðskipta til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Helstu niðurstöður verkefnahópsins voru eftirfarandi:

  • Greiðsluuppgjör vegna greiðslukortaviðskipta þegar kort er útgefið hér á landi, söluaðili er innlendur og viðskiptin eru í íslenskum krónum fari fram í íslenskum krónum í Seðlabankanum sem þannig yrði uppgjörsaðili. Jafnframt er lagt til að heimild til undanþágu fyrir erlenda færsluhirða í reglum Seðlabankans nr. 31/2011 um greiðsluuppgjör kortaviðskipta verði afnumin 1. janúar 2012.
  • Markaðsaðilar hefji viðræður við alþjóðlegu kortasamsteypurnar MasterCard og Visa um að þær setji upp innlenda kortajöfnun í kerfum sínum fyrir færslur sem verða til þegar greiðslukort útgefið hér á landi er notað í viðskiptum í íslenskum krónum við söluaðila hér á landi og færsluhirðir er ekki jafnframt útgefandi kortsins. Leiði viðræðurnar ekki til ásættanlegrar niðurstöðu um gjaldtöku og aðra skilmála, verði þróað og innleitt hér á landi sérstakt kortajöfnunarkerfi fyrir slíkar færslur.
  • Í ljósi þess hversu mikilvæg debetkortaviðskipti eru er lagt til að Reiknistofa bankanna í samvinnu við Seðlabankann fari yfir umgjörð, reglur og skilmála sem gilda um DK-kerfið, m.a. með hliðsjón af þeim reglum og skilmálum sem gilda um stórgreiðslukerfi og jöfnunarkerfi Seðlabankans.
  • Tengd málefni greiðslukortaviðskipta er vísað til markaðsaðila til frekari úrvinnslu og ákvörðunar. Áréttað er mikilvægi þess að millikortagjöldum, sem taka mið af íslenskum aðstæðum en ekki aðstæðum erlendis, verði beitt hér á landi.

Seðlabankinn mun í samvinnu við markaðsaðila og að höfðu samráði við Samkeppniseftirlitið vinna nánar úr þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslunni.