PROevents sér um skipulagningu hvers konar viðburða, hvort sem þeir snúa að starfsmönnum eða viðskiptavinum fyrirtækisins. Inn á við geta þetta t.d. verið starfsdagar, hópefli, árshátíðir o.fl. Gjarnan er verið að takast á við einhvers konar breytingar innan fyrirtækisins, viðbrögð við vinnustaðagreiningum o.fl. Út á við geta þetta verið ráðstefnur, fundir, viðskiptavinaboð og tímamót. PROevents er í eigu Jóns S. Þórðarsonar og Ragnheiðar Aradóttur.

Viðburðir eru stór hluti af markaðs- og ímyndarvinnu fyrirtækja

Spurð að því hvernig fyrirtækið skipuleggi vel heppnaðan viðburð segir Jón að mikilvægt sé að gera góða þarfagreiningu í upphafi. „Þetta er alltaf gert í góðri samvinnu við viðskiptavininn. Okkar hlutverk er að veita sérfræðiþjónustuna og geta boðið fjölbreyttar leiðir og bent á fjölmargar lausnir og aðferðir. Við hjálpum viðskiptavininum að velja það sem hentar hverju sinni m.t.t. markmiðs fyrirtækisins með viðburðinum,“ segir Ragnheiður. Niðurstaða vel heppnaðs viðburðar getur skipt sköpum um framgang fyrirtækisins.

Jón segir að þau finni fyrir mikilli aukningu í verkefnum milli ára. „Fyrirtæki eru farin að átta sig á því virði og þeirri hagkvæmni sem felst í því að útvista viðburðastjórnun til fagaðila og geta þá einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi. Með því að fá fagfólk til samstarfs um viðburði sparast bæði tími og kostnaður og vænta má meiri gæða og frumleika.“

Hægt er að skoða heimasíðu PROEvents hér.

Nánar er fjallað um málið í fylgiriti Viðskiptablaðsins, „Fundir & ráðstefnur". Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .