Einn af þremur stærstu olíuframleiðendum heims, Exxon Mobil, hagnaðist um 10,9 milljarða dollara á fyrsta fjórðungi þessa árs. Hagnaðaraukninginn milli ára er 17% og er sögð vera undir væntingum greiningaraðila. Hagnaður á hlut var 2,03 sent, sem er um 10 sentum minna en meðaltalsspá þeirra sem Bloomberg ræddi við.

Hagnaðaraukning Exxon er minni en hinna stóru olíuframleiðandanna í heiminum. Til samanburðar jókst hagnaður Royal Dutch Shell um 25% og hagnaður BP jókst um heil 63%.

Olíu- og jarðgasframleiðsla Exxon dróst saman um 5,6% á fjórðungnum, sem er sögð slæm tíðindi því félagið hefði átt á nýta sér heimsmarkaðsverð í hæstu hæðum.

Framvirkir samningar með olíu fóru í fyrsta skipti yfir 100 dollara á fyrsta fjórðungi. Meðalverð á olíutunnu í janúar var 97,82 dollarar, sem er 68% hærra en á árinu í fyrra.