*

föstudagur, 13. desember 2019
Innlent 24. ágúst 2019 17:13

Hagnaðarsamdráttur hjá Íslensku

Íslenska auglýsingastofan hagnaðist um 695 þúsund krónur á síðasta ári samanborið við 62 milljóna króna hagnað árið áður.

Ritstjórn
Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri Íslensku auglýsingastofunnar.
Aðsend mynd

Íslenska auglýsingastofan hagnaðist um 695 þúsund krónur á síðasta rekstrarári samanborið við 62 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur auglýsingastofunnar námu rúmlega 697 milljónum króna samanborið við 790 milljónir árið áður. Rekstrargjöld námu 687 milljónum króna og drógust saman um 31 milljón á milli ára.

Eignir námu 201 milljón króna og eigið fé auglýsingastofunnar nam 57 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall var því 28% í árslok 2018. Laun og launatengd gjöld námu tæplega 513 milljónum króna og lækkuðu um 37 milljónir frá því í fyrra. Það fækkaði um fjögur stöðugildi frá fyrra ári, en 45 manns störfuðu hjá fyrirtækinu í fyrra. Hjalti Jónsson er framkvæmdastjóri Íslensku auglýsingastofunnar. Félögin Seimur ehf. og Hafursey ehf. eru stærstu hluthafar auglýsingastofunnar, en þau eiga hvort um sig 33% hlut í fyrirtækinu.