Í fyrra nam hagnaður Síldarvinnslunnar 6,2 milljörðum króna. Ákvaðið var í aðalfundi félagsins sem var í gær að greiða 15 milljónir Bandaríkjadali til hluthafa, eða um 1,9 milljarða króna til hluthafa.

Hið opinbera græddi 5,1 milljarða á fyrirtækinu

Voru rekstrartekjur fyrirtækjasamstæðunnar 27 milljarðar á síðasta ári en rekstrargjöld voru 18,9 milljarðar. EBITDA var 8,2 milljarðar og voru fjármagnsliðir jákvæðir um 410 milljónir króna. Nam hagnaður samstæðunnar fyrir skatta 7,6 milljörðum króna.

Í heildina greiddi fyrirtækið ásamt starfsmönnum þess 5,1 milljarð króna til hins opinbera, þar var tekjuskattur 1240 milljónir króna og veiðigjöld tæplega 900 milljónir. Meðal þeirra gjalda sem fyrirtækið greiddi á árinu voru 82 milljónir greiddar í stimpilgjöld og 100 milljónir í kolefnis- og raforkugjald, samkvæmt frétt Kjarnans .