Hagnaður N1 á öðrum ársfjórðungi 2012 var 292 milljónir króna, en á sama tímabili í fyrra var hann 5,3 milljarðar króna í heild, þar af 4,8 milljarðar vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar árið 2011. Sé horft  á fyrri helming ársins í heild nam hagnaðurinn 624 milljónum króna í ár.

Rekstrartekjur félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins námu 28.727 milljónum króna samanborið við 24.567 milljónir á sama tíma árið áður. Rekstrarhagnaður, EBITDA, var 1.266 milljónir króna samanborið við 964 milljónir í fyrra.

Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 142 milljónir á tímabilinu, en voru jákvæðir um 210 milljónir á fyrstu 6 mánuðum ársins 2011.

Eiginfjárhlutfall var 45,5%. Í lok júní 2012 námu heildarskuldir og skuldbindingar 16.675 milljónum króna.