Dell hagnaðist um 241 milljónir dala á þriðja ársfjórðungi og dróst hagnaðurinn saman um 93% milli ára.

Minni hagnaður skýrist af eins milljarðs dala bótagreiðslu í tengslum við umdeild hlutabréfaviðskipti félagsins fyrir fjórum árum síðan.

Rekstrarhagnaður félagsins jókst aftur á móti um 68% milli ára og nam 1,8 milljörðum dala. Heildarvelta félagsins dróst saman um 6% milli ára og nam 24,72 milljörðum dala.

Gengi bréfa Dell hækkaði um meira en 5% þegar uppgjörið var birt, en hlutabréfaverð félagsins hefur heilt yfir lækkað um meira en fjórðung það sem af er ári.