McDonalds hagnaðist um 1,9 milljarða dala á fjórða ársfjórðungi og jókst hagnaðurinn um 16% milli ára.

Hamborgarakeðjan hagnaðist um tæplega 6,2 milljarða dala yfir allt árið, 1,4 milljarða dala minna en árið áður.

Tekjur hamborgarakeðjunnar námu tæpum 23,2 milljörðum dala á árinu 2022 og minnkuðu um 40 milljónir dala á milli ára.

Í grein hjá Reuters fréttastofunni segir að McDonalds gæti hagnast á því að fólk í lægri tekjuþrepum fari úr því að borða á veitingastöðum yfir í að borða skyndibita, í ljósi efnahagsástandsins.