*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 6. júní 2021 18:02

Aukinn hagnaður hjá 365

Söluhagnaður af Urðarhvarfi 14 í Kópavogi á stóran þátt í bættri afkomu 365 á milli ára.

Ritstjórn
Hjónin Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, eigandi 365, og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Eggert Jóhannesson

Samstæða 365 hf. hagnaðist um 257 milljónir króna á síðasta ári miðað við 106 milljónir króna árið 2019.

Rekstrarhagnaður var 267 milljónir, var 62 milljóna tap áður, og munaði þar um 265 milljóna söluhagnað varanlegra rekstrarfjármuna. 365 seldi fasteign að Urðarhvarfi 14 í Kópavogi á um 1,75 milljarða króna undir lok síðasta árs en félagið keypti eignina á tæplega 1,5 milljarða króna rúmu ári fyrr. Í lok árs 2020 átti félagið 2,6 milljarða króna fasteignasafn. 

Eignir alls voru 6,5 milljarðar en skuldir 3,1 milljarður í lok árs 2020. Þá er 69,7% hlutdeild félagsins í M25 Holding metin á 1,5 milljarða króna. M25 er einn stærsti hluthafi Strengs, sem varð meirihlutaeigandi Skeljungs í byrjun þessa árs í kjölfar yfirtökutilboðs og er einnig stærsta hluthafi fasteignaþróunarfélagsins Kaldalóns.

Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir er eigandi nær alls hlutafjár 365.