Fyrirtækið Rovio Entertainment Oy í Finnlandi sem stendur að bakvið vinsæla snjallsímaleikinn Angry Birds hefur náð að auka við tekjur sínar um 90% í tvo ársfjórðunga í röð. Samkvæmt frétt Bloomberg er félagið að uppskera af miklum niðurskurði síðustu ára þegar starfsfólki var fækkað um helming í kjölfar minnkandi tekna og breyttum áherslum.

Ákvað félagið að einblína á tekjur af viðbótum sem leikmenn geta greitt fyrir innan leiksins í stað þess að fá tekjur af sölu leiksins sem slíks. Aðaltekjulind félagsins er í dag leikurinn Angry Birds 2, sem er orðinn tveggja ára gamall.

Þó framkvæmdastjóri fyrirtækisins Kati Levoranta neitaði að tjá sig um málið hefur Bloomberg heimildir fyrir því að hlutafélagaútboð geti átt sér stað strax í næsta mánuði og er verðgildi félagsins talið geta numið allt að 2 milljörðum dala. Það jafngildir um 21,6 milljörðum króna.