*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 17. maí 2013 16:46

Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi VÍS nam 808 milljónum

Fjárfestingareignir og handbært fé VÍS jókst um 1.423 milljónir á fyrsta fjórðungi þessa árs.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður af fjárfestingastarfsemi VÍS nam 808 milljónum á fyrsta ársfjórðungi 2013 samanborið við 741 milljónir fyrir sama tímabil árið áður. Kom þetta m.a. fram á fjárfestakynningu VÍS í dag. Vaxtatekjur bankainnstæðna, skuldabréfaeignar og annarra eigna námu 573 milljónum króna samanborið við 633 milljónir á fyrsta fjórðungi 2012.

Gengistap nam 193 milljónum en á sama tímabili í fyrra var gengishagnaður 164 milljónir króna. Gangvirðisbreytingar fjáreigna námu 403 milljónum króna en á sama tímabili í fyrra námu þær 226 milljónum.

Fjárfestingaeignir og handbært fé jókst um 1.423 milljónir á fjórðungnum. Helstu breytingar sem urðu á eignasafninu í fjórðungnum eru að eign samstæðunnar í innlendum hlutabréfum jókst um 535 milljónir, skuldabréfum um 487 milljónir og handbært fé hækkaði um 266 milljónir.

Stikkorð: VÍS Árshlutauppgjör