*

mánudagur, 27. janúar 2020
Erlent 31. júlí 2019 15:03

Hagnaður Airbus eykst á kostnað Boeing

Airbus hagnaðist um 156 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi, sama tíma og tap Boeing náði sögulegum hæðum.

Ritstjórn
Airbus vél tekur sig á loft við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Toulouse í Frakklandi.
Aðsend mynd

Hagnaður Airbus flugvélaframleiðandans meira en tvöfaldaðist milli ára á öðrum ársfjórðungi, eða sem nemur 443% aukning. Fór hagnaðurinn úr því að vera 213 milljónir evra í 1.157 milljónir evra, eða sem samsvarar 156,3 milljörðum íslenskra króna.

Var hagnaðurinn töluvert umfram væntingar greinenda, en tekjurnar voru jafnframt umfram væntingar, í stað 17,8 billjóna evra námu þær um 18,3 billjónum, sem samsvarar 23% aukningu milli ára. Ástæðan er sögð meira en tvöföldun hjá flugvélaframleiðsluhluta fyrirtækisins, vegna mikillar aukinnar eftirspurnar.

Eins og mikið hefur verið í fréttum er aðalkeppinautur félagsins, Boeing í vandræðum með Max 737 vélar sínar sem hafa verið kyrrsettar meirihluta ársins, og var tap félagsins sögulega mikið á sama ársfjórðungi.

Stikkorð: Boeing Airbus hagnaður tap 737 Max