Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur kynnt uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung. Þar kemur fram að hagnaður fyrirtækisins á tímabilinu hafi numiðm 744 milljónum evra, en það jafngildir um 116 milljörðum íslenskra króna. Financial Times greinir frá þessu.

Er þetta öllu betri niðurstaða en á sama tímabili á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 14%. Tekjur fyrirtækisins á ársfjórðungnum námu 13,3 milljörðum evra. Gengi hlutabréfa fyrirtækisins í kauphöllinni í París hækkuðu um 2,5% eftir birtingu uppgjörsins.