Hagnaður eignarhaldsfélagsins AKSO – sem á meðal annars innflutnings- og heildsöluverslanirnar Johan Rönning og S. Guðjónsson – nam 265 miljónum í fyrra og féll um 70% milli ára.

Tekjur félagsins námu 11,5 milljörðum og jukust um 8,4%, en rekstrargjöld námu 10,4 milljörðum og jukust um tæp 15%, fyrst og fremst vegna þriðjungshækkunar launakostnaðar, sem nam rúmum 2 milljörðum.

Þá rúmlega tvöfölduðust hrein fjármagnsgjöld og námu 368 milljónum. Heildareignir námu 6,5 milljörðum og drógust saman um 11,1%, en eigið fé nam 2,1 milljarði og jókst um 11,6%. Eiginfjárhlutfall fór því úr 25,2% í 31,6%.

Greidd laun námu 1,54 milljörðum og hækkuðu um 31,5%, en ársverk voru 166 og fjölgaði um 23. Meðallaun hækkuðu þannig úr 682 þúsund í 773 þúsund, eða um 13,3%.