Bandaríski álframleiðandinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, hagnaðist um 172 milljónir Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samanborið við 61 milljón dala á sama tímabili í fyrra.

Í uppgjörstilkynningu frá Alcoa kemur fram að hagnaðurinn á tímabilinu sé í takt við væntingar þó svo að tekjur hafi lækkað meira en von var á frá öðrum ársfjórðungi.

Tekjur félagsins á þriðja ársfjórðungi námu 6,4 milljörðum dala og hækkuðu um 21% á milli ára. Hins vegar lækkuðu tekjurnar um 3% frá öðrum ársfjórðungi í kjölfar lækkunar á álverði.

Í tilkynningunni kemur fram að álverð hæfi lækkað um nær 20% á milli ársfjórðunga sem sé í takt við samdrátt í efnahagskerfi heimsins. Í kjölfar þess hefur hlutabréfaverð Alcoa lækkað um 41% frá upphafi annars ársfjórðungs skv. frétt Reuters fréttastofunnar.