Hagnaður Alcoa, stærsta álframleiðanda Bandaríkjanna og móðurfélags Alcoa Fjarðaáls, á fyrsta fjórðungi þessa árs var meiri en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nam 121 milljón dala, andvirði 14,4 milljarða króna, en á fyrsta fjórðungi síðasta árs nam hagnaðurinn 105 milljónum dala, en þá er horft framhjá einskiptisliðum. Séu þeir teknir með nam hagnaðurinn í ár 149 milljónum dala en í fyrra nam hann 94 milljónum.

Velta fyrirtækisins minnkaði um 3% milli ára og nam 5,83 milljörðum dala, sem er aðeins undir þeim 5,88 milljörðum sem fyrirtækinu var spáð.

Lækkandi álverð sett strik í reikninginn hjá fyrirtækinu, að því er segir í frétt Reuters, en tonnið er nú í kringum 1.900 dali.