Alcoa Fjarðarál sem rekur álverksmiðju á Reyðarfirði hagnaðist um 78 milljónir dollara á síðasta ári sem jafngildir um 8,8 milljörðum króna en hagnaðurinn var 18 milljónir dollara eða um 2 milljarðar króna árið 2016. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins.

Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 732 milljónum dollara árið 2017 og jukust þau milli ára en þau námu 578 milljónum dollara á síðasta ári. Þá voru rekstrargjöld fyrirtækisins 654 milljónir dollara á síðasta ári og jukust þau um 82 milljónir milli ára.

Eignir fyrirtækisins námu 1,6 milljörðum dollara árið 2017 en þær voru 1,5 milljarðar dollara árið á undan.

Meðalfjöldi starfsmanna fyrirtækisins á síðasta ári var 549 og hélst hann óbreyttur milli ára. Launakostnaður fyrirtækisins var 51,7 milljónir dollara og jókst hann úr 41,3 milljónum dollara árið 2016.

Forstjóri fyrirtækisins er Magnús Þór Ásmundsson.