*

sunnudagur, 16. júní 2019
Erlent 17. ágúst 2017 12:41

Hagnaður Alibaba jókst um 96%

Markaðsverðmæti netverslunarrisans Alibaba er komið yfir 400 milljarða dollara.

Ritstjórn
Jack Ma, stofnandi og stjórnarformaður Alibaba.
epa

Kínverska netverslunarfyrirtækið Alibaba, hagnaðist um 2,1 milljarða dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Jókst hagnaður um 96% frá sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins námu 7,51 milljarði dollara og jukust um 56% frá sama tímabili í fyrra. Stærstur hluti tekjuaukningar félagsins var drifinn áfram af vexti í netverslun sem stendur fyrir 86% af tekjum félagsins.

Tekjur félagsins fóru fram úr væntingum greiningaraðila. Samkvæmt könnun Reuters var gert ráð fyrir tekjum upp á 7,15 milljarða dollara.

Frá því að uppgjör félagsins birtist hefur gengi hlutabréfa þess hækkað um 5,2% á eftirmarkaði. Hefur það orðið til þess að heildarmarkaðsverðmæti félagsins er komið upp fyrir 400 milljarða dollara. Gegni hlutabréfa félagsins stendur nú í 167,9 dollurum á hlut og hefur hækkað um 91% það sem af er þessu ári.

Stikkorð: Kína Alibaba Kína Jack Ma Hagnaðurm
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is