Almenna leigufélagið hagnaðist um rétt tæpan 1,5 milljarð á síðasta ári sem er liðlega 32% aukning frá fyrra ári þegar hann nam rúmlega 1,1 milljarði.

Hreinar leigutekjur námu 1,6 milljörðum og rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu fjárfestingareigna og afskriftir nam því tæpum 1,3 milljörðum króna. Matsbreyting fjárfestingareigna nam 2,4 milljörðum króna en hrein fjármagnsgjöld voru 1,7 milljarður.

Félagið óx mikið á árinu en eignir þess jukust um 11,7 milljarða á árinu og námu 42,1 milljarði í lok árs 2017. Eigið fé félagsins jókst einnig um 3,2 milljarða og nam 11,5 milljarði í lok ársins. Eiginfjárhlutfallið nam því 27,2% og nánast í stað á milli ára.

Handbært fé félagsins nam 696 milljónum króna í lok árs 2017 samanborið við 456 milljónir í lok árs 2016. Hækkun handbærs fjárs nam því 239 milljónum á árinu.