Hagnaður bandaríska vefverslunarfyrirtækisins Amazon lækkaði á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir mikla tekjuaukningu fyrirtækisins vegna mikillar sölu. Amazon hefur fjárfest mikið í nýjum viðskiptatækifærum.

Hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi nam 191 milljónum dollara og lækkar um 8% frá sama tíma í fyrra, en þá nam hagnaðurinn 207 milljónum dollurum. Salan jókst hinsvegar um 51% milli ára upp í 9,9 milljarða dollara.

Þessa söluaukningu má rekja til mikillar eftirspurnar eftir lestölvunni Kindle sem Amazon framleiðir. Salan var yfir væntingum sérfræðinga. Spáð er áframhaldandi söluaukningu á næstu mánuðum.