Apple tæknirisinn birti uppgjör sitt fyrir 2 ársfjórðung reikningsársins (janúar- mars) í kvöld. Hagnaðurinn nam 9,5 milljörðum dala á fjórðungnum, en hagnaðurinn nam 11,6 milljörðum dala á sama tíma í fyrra. Nemur lækkunin 18,2%. Veltan 43,6 milljarðar dala.

Apple á 145 milljarða dala í handbæru fé. Er það aukning um 8 milljarða dala á fjórðungnum.

Greiningarfyrirtækið Thomson Reuters var nærri í spá sinni. Það spáði 8% veltuaukningu, 42,3 milljörðum dala í veltu og hagnaði upp á 9,5 milljarða dala.

Gengi félagins hefur lækkað um 40% síðustu sex mánuði, en gengið hækkaði um 1,87% í dag og stendur gengi þess í 406. Virði félagins hefur lækkað um 285 milljarða dollara, sem nemur heildarvirði Google.

Hlutabréf félagsins hafa staðið í stað í framvirkum viðskiptum eftir birtingu uppgjörsins.