Apple iPhone 4
Apple iPhone 4
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Hlutabréfaverð á tölvurisanum Apple fór yfir 400 dollara í fyrsta skiptið eftir að fyrirtækið skilaði met hagnaði fyrir annan ársfjórðung 2011. Talið er að sala á iPhone og Ipad hafa verið talsvert umfram væntingum. Þá nam hagnaður 7,79 dollurum á hlut sem er talsvert meira en markaðsaðilar höfðu spáð. Samkvæmt spá markaðsaðila fyrir uppgjörið var búist við 5,87 dollara hagnaði á hlut.

Hagnaður meira en tvöfaldaðist milli ára. Á öðrum ársfjórðungi 2011 nam hagnaðurinn 7,31 milljörðum dollara eða 7,79 dollarar á hlut. Fyrir ári nam hagnaðurinn 3,25 milljörðum dollara eða 3,51 dollarar á hlut. Sala jókst um 82% í 28,6 milljarða dollara af því er fram kemur í frétt Bloomberg.