*

laugardagur, 25. janúar 2020
Innlent 11. september 2019 14:00

Hagnaður Arcanum 2,3 milljónir

Rekstrartekjur Arcanum jukustu um nær 50% í fyrra og námu um 683 milljónum króna.

Ritstjórn
Fjallaleiðsögumenn á ferð um hálendi Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Ferðaþjónustufyrirtækið Arcanum ehf. fjallaleiðsögumenn skilaði 2,3 milljónum króna hagnaði á síðasta ári miðað við 59 milljón króna hagnað árið 2017. Rekstrartekjur jukust um nær 50% milli ára og voru 683 milljónir króna samanborið við 461 milljónir árið á undan. Þá námu aðrar tekjur 132 milljónum króna í fyrra samanborið við 818 þúsund krónur árið á undan. 

Arcanum yfirtók félagið Íslenskir fjallaleiðsögumanna ehf.. Gildistaka samrunans var 31 ágúst 2018 og tekur uppgjörið mið að þeirri dagsetningu. Ef félögin hefðu verið sameinuð í ársbyrjun 2018 hefðu rekstrartekjur sameinaðs félags numið 1.800 milljónum króna, rekstrarhagnaður fyrir afskriftir 98 milljónum króna og afkoma ársins neikvæð um 63 milljónir króna.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 109 milljónir króna samanborið við 135 milljónir árið 2017. Þetta skýrist m.a. af mikilli hækkun launa og annars starfsmannakostnaðar sem var 475 milljónir króna í fyrra samanborið við 198 milljónir árið á undan. Þá hækkaði kostnaðarverð seldra ferða úr 15 milljónum króna árið 2017 í 107 milljónir króna á síðasta ári.  Hagnaður síðasta árs var þannig 2,3 milljónir króna miðað við 60 milljónir árið 2017. 

Eignir skv. efnahagsreikningi nam 973 milljónum króna, miðað við 585 milljónir árið 2017, þar af voru fastafjármunir 617 milljónir króna. Eigið fé var í lok síðasta árs 230 milljónir króna miðað við 373 milljónir árið 2017. Skuldir voru 742 milljónir samanborið við 212 árið á undan.