*

sunnudagur, 13. júní 2021
Innlent 2. maí 2018 18:02

Hagnaður Arion dregst saman um 42%

Hagnaður bankans á fyrsta ársfjórðungi nam 1,9 milljörðum samanborið við 3,4 milljarða á sama tímabili árið 2017.

Ritstjórn
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður Arion banka nam 1,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins samanborið við 3,4 milljarða króna á sama tímabili 2017 en það er samdráttur um 42%. Arðsemi eigin fjár var aðeins 3,6% samanborið við 6,3% fyrir samatímabil árið áður. Í tilkynningu segir Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, að afkoma fjórðungsins sé aðeins undir væntingum.

Heildartekjur bankans drógust saman um um rúman hálfan milljarð á fjórðungnum í samanburði við árið á undan og námu 12,2 milljörðum króna. Þó jókst launakostnaður og annar rekstrarkostnaður samtals um tæplega 600 milljónir króna. 

Athygli vekur að hrein virðisbreyting útlána er neikvæð en undanfarin ár hafa virðisbreytingar alla jafna verið jákvæðar. Til að mynda voru virðisbreytingar á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017 jákvæðar um 880 milljónir. 

Þá segir í tilkynningu frá bankanum fyrstu skrefin hafi verið tekin í lækkun eigin fjár en það lækkaði um 21,5 milljarða á fjórðungnum. Bankinn ákvað á fjórðungnum að kaupa 9,5% eigin hlutafjár og greiða út arð samtals að andvirði 24,3 milljörðum króna.

Leiðarar, pistlar og skoðanadálkar um Arion banka:

Fleiri fréttir um málefni Arion banka: