Hagnaður færeyska flugfélagsins Atlantic Airways, sem skráð er í íslensku kauphöllina, hagnaðist um 14 milljónir danskra króna í fyrra, andvirði um 320 milljóna íslenskra króna. Þetta er umtalsverð lækkun frá árinu 2011 þegar félagið skilaði hagnaði upp á 22,5 milljónir danskra króna.

EBITDA félagsins batnaði reyndar milli ára og jókst úr 74,4 milljónum danskra króna árið 2011 í 83,4 milljónir í fyrra. Í tilkynningu til kauphallarinnar segir að verri afkoma skýrist annars vegar af fjárfestingum fyrir 13 milljónir danskra króna og hins vegar vegna óreglulegra liða upp á 11 milljónir.

Fjárfestingin felst aðallega í því að félagið hefur tekið í notkun nýja Airbus 319 flugvél og eru áðurnefndir óreglulegir liðir einnig tengdir henni. Mistök sem urðu á flugvellinum í Kaupmannahöfn urðu til þess að flugvélin flaug ekki í þrjár viku og þá þurfti tvisvar að skipta um vélar í flugvélinni.