*

þriðjudagur, 24. nóvember 2020
Innlent 19. september 2018 14:40

Hagnaður Bakarameistarans dróst saman

Bakarameistarinn hagnaðist um 36,5 milljónir króna á síðasta ári samanborið við rétt tæpa 51 milljón króna árið þar á undan.

Ritstjórn
Bakarameistarinn Smáratorgi.

Bakarameistarinn hagnaðist um 36,5 milljónir króna á síðasta ári samanborið við rétt tæpa 51 milljón króna árið þar á undan og dróst því hagnaðurinn saman um 14,5 milljónir króna milli ára. 

Rekstartekjur á síðasta ári námu rétt rúmum 1,1 milljarði króna en rekstargjöld voru um 1 milljarður króna. EBITDA félagsins nam um 80 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 105 milljónir árið á undan. 

Eigið fé félagsins var um 185 milljónir króna en eignir námu um 369,5 milljónir króna. 

Á árinu 2017 greiddi stjórn út 12 milljónir króna í arð vegna rekstarársins 2016 og hefur stjórnin ákveðið að greiða út arð í ár en upphæðin kemur ekki fram í ársreikningnum. Framkvæmdastjóri félagsins er Sigurbjörg R. Sigþórsdóttir.