Bakkavör Group hagnaðist um 14,3 milljónir punda á öðrum ársfjórðungi. Þetta svarar til tæpra 2,7 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn fjórum milljónum punda eða sem nemur 750 milljóna króna á gengi dagsins í dag. Á fyrri hluta ársins nam hagnaður fyrirtækisins 19,7 milljónum punda, jafnvirði 3,7 milljarða króna. Þetta er heilum 688% aukning frá fyrstu sex mánuðum síðasta árs þegar hagnaður Bakkavarar Group nam 2,5 milljónum punda.

Fram kemur í uppgjöri Bakkavarar að tekjur námu 428,7 milljónum punda á öðrum ársfjórðungi. Það er 5,9% aukning frá sama tíma í fyrra. Á fyrri hluta ársins 821,4 milljónum punda, sem er 3,6% meira en í fyrra.

Bætt afkoma skýrist að stórum hluta af sölu Bakkavarar á fyrirtækjum í Frakklandi og Spáni en salan skilaði fyrirtækinu 26 milljónum punda, jafnvirði tæpra 4,9 milljarða króna. Söluandvirðið nýttist að stórum hluta til að greiða niður lán upp á 21 milljón punda eða sem nemur tæpum fjórum milljörðum króna.