Hagnaður Bank of America á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam 4,35 milljörðum dollara eða því sem jafngildir 484 milljörðum íslenskra króna, sem er 44% aukning hagnaðar frá sama tímabili í fyrra. Frá þessu er greint í frétt BBC .

Staða bankans styrktist vegna aukinnar veltu á mörkuðum, hærri stýrivöxtum og betri stöðu á orkumörkuðum. Hagnaður alþjóðadeildar bankans jókst einnig um 58% milli ára. Tekjur bankans jukust um 7% á tímabilinu og námu 22,2 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi.