Hagnaður Bank of America, stærsta banka Bandaríkjanna, á fyrsta ársfjórðungi dróst saman samanborið við sama tímabil í fyrra. Hagnaður bankans nam 2 milljörðum dala á fyrsta ársfjórðungi. Er það í fyrsta sinn sem bankinn skilar hagnaði á ársfjórðungi síðan á öðrum ársfjórðungi 2010. Hagnaður á sama tímabili í fyrra nam 3,2 milljörðum dala.

Í frétt Reuters segir að fjárfestar hafi búist við meiri hagnaði. Minni hagnað má rekja til taps vegna útlána til heimila þar sem tekjur lækkuðu og kostnaður jókst. Þá var kostnaður samkomulags sem gert var vegna slæmra skuldabréfatrygginga um 1,6 milljarðar dala.

Bankinn birti ársfjórðungsuppgjörið í dag. Einnig var tilkynnt um nýjan fjármálastjóra en Bruce Thompson, sem hefur verið yfir áhættustýringu bankans, mun taka við stöðu fjármálastjóra. Chuch Norris, sem hefur gegnt því starfi, verður stjórnarformaður bankans.