Garðar Vilhjálmsson, eigandi Bílaleigunnar Geysis.
Garðar Vilhjálmsson, eigandi Bílaleigunnar Geysis.

Bílaleigan Geysir ehf. í Reykjanesbæ skilaði 63,6 milljóna króna hagnaði á árinu 2010, samanborið við 125,9 milljóna króna hagnað árið 2009. Svo virðist sem umfang rekstursins hafi minnkað frá árinu á undan, því rekstrarhagnaður í fyrra nam 106,7 milljónum króna samanborið við 183,8 milljónir króna árið 2009, en vegna þess að vergar rekstrartekjur eru ekki gefnar upp í reikningnum er þó ómögulegt að fullyrða um það.

Skuldir jukust töluvert á árinu, fóru úr 417,6 milljónum króna árið 2009 í 594,9 milljónir í árslok 2010. Munar þar miklu um að langtímaskuldir fóru úr 195,4 milljónum króna í 314,7 milljónir. Eiginfjárstaðan hefur þó batnað til muna og var eigið fé fyrirtækisins í árslok 2010 86,2 milljónir króna, en var 22,6 milljónir ári áður. Þýðir þetta að eiginfjárhlutfall bílaleigunnar var í árslok 2010 12,5%, samanborið við 5,1% í árslok 2009.

Eigandi fyrirtækisins er Garðar K. Vilhjálmsson.