Hagnaður Birtíngs útgáfufé­lags, sem gefur meðal annars út Nýtt líf, Mannlíf, Vikuna og Séð og heyrt, dregst saman milli ára. Hagnaður ársins 2015 nam 682 þúsund krónum samanborið við tæplega 101 milljón króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur Birtíngs námu 587,3 milljónir árið 2015 samanborið við tæpa 601 milljón árið áður.

Rekstrarhagnaður félagsins nam 17,1 milljón samanborið við 25,1 milljón árið áður. Eigið fé Birtíngs í árslok 2015 nam 19,6 milljónum. Í árslok 2014 nam það tæpum 19 millj­ ónum. Skuldir Birtíngs í lok árs 2015 námu 384 milljónum samanborið við 392 milljónir í árslok 2014. Í ársreikningnum kemur einnig fram að tekjuskattsinneign vegna áhrifa af yfirfæranlegu skattlegu tapi hefur verið færð í ársreikninginn. SMD var stærsti hluthafi í Birtíngi og á 75% hlut. Framkvæmdastjóri Birtíngs í lok árs 2015 var Karl Steinar Óskarsson.