Hagnaður bjórrisans Anheuser-Busch InBev, sem framleiðir meðal annars Budweiser, Corona og Stella Artois, dróst talsvert  saman í fyrra. Fyrirtækið lýsti árinu sem „erfiðu“ og þá sér í lagi í Brasilíu, sem er einn stærsti markaður AB InBev. Frá þessu er greint í frétt AFP-fréttaveitunnar .

Hagnaður dróst saman um 43% og nam 4,85 milljörðum dollara. Í fyrra tók AB InBev yfir rekstur keppinautar síns SABMiller.

Í afkomutilkynningu frá fyrirtækinu segir meðal annars: „Við náðum ekki markmiðum okkar og við berum ábyrgð á því. Frammistaðan árið 2016 olli vonbrigðum og því munu stjórnarmenn ekki hljóta neina bónusa á þessu ári“.

Hins vegar hélst EBITDA fyrirtækisins nokkuð stöðug milli ára og dróst saman um 0,1% og nam 16,75 milljörðum dollara í fyrra. Tekjur fyrirtækisins jukust um 4,4% og námu 45,52 milljörðum dollara á árinu.a