*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Erlent 17. júlí 2020 13:01

Hagnaður BlackRock eykst um 21%

Hagnaður BlackRock jókst um 21% á öðrum ársfjórðungi, félagið er með um 7,32 billjón dollara í stýringu hjá sér.

Ritstjórn
Skrifstofur BlackRock í New York.
epa

Hagnaður stærsta eignastýringarfyrirtæki í heimi, BlackRock, jókst um 21% á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil á fyrra ári. Félagið hagnaðist um 1,12 milljarða dollara á fjórðungnum sem gerir 7,85 dollara á hlut.

Ástæða mikillar aukningar í hagnaði er helst rakin til aukningu hjá fjárfestum í skuldabréfasjóði félagsins auk meiri fjármagns í reiðufjárstjórnun hjá BlackRock. Félagið fékk um 60 milljarða dollara til sín í skuldabréfastýringu á fjórðungnum og um 24 milljarða nettó í reiðufjárstjórnun. Frá þessu er greint á vef Reuters.

BlackRock endar fjórðunginn með um 7,32 billjón dollara í sjóðstýringu sem er 7% aukning milli ára. Til samanburðar er landsframleiðsla Þýskalands árið 2018 tæplega 4 billjón dollarar. Markaðsvirði félagsins er um 86 milljarðar dollara en um 16 þúsund starfa hjá félaginu.

Stikkorð: eignastýring BlackRock