Hagnaður Bayerische Motoren Werke AG (BMW) rúmlega tvöfaldaðist á 2. ársfjórðungi samborið í sama tímabil í fyrra.

Hagnaðurinn nma 1,8 milljarði evra á tímabilinu en 834 milljónum evra í fyrra.

Líkt og hjá hinum þýsku bílaframleiðendunum er aukinni sölu og hagnaði að þakka mörkuðum í Asíu, aðallega Kína þar sem salan jókst um 52%.

BMW Group, BMW, Mini og Rolls Royce, seldi alls 450 þús bíla á fjórðungnum, 70 þús fleiri bíla en á sama tíma í fyrra.  Aukningin er því 18,5%.