Hagnaður Boeing dróst saman milli ára. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins. Salan hefur minnkað og hefur eftirspurn eftir herflugvélum dregist saman.

Sölutekjur fyrirtækisins námu um 94,6 milljörðum dala og hefur þar með lækkað um 2% milli ára. Hagnaður félagsins nam 4,9 milljörðum og hefur þar með lækkað um nær 5% milli ára.

Fyrirtækið er ekki bjartsýnt fyrir árið 2017, en það telur að tekjurnar geti lækkað niður í allt að 90,5 milljarða dala á ári.

Dennis Muilenburg, forstjóri og stjórnarformaður Boeing, segir fyrirtækið nú ætla að einbeita sér að því að bæta verkferla og framleiðni.

Boeing framleiddi árið 2016 748 farþegaflugvélar, en 762 árið 2015. Fyrirtækið heldur því þó fram að það hafi verið leiðandi á markaðnum fimmta árið í röð.