Hagnaður bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing nam á fyrsta ársfjórðungi þessa árs 586 milljónum Bandaríkjadala, sem er 13% aukning á milli ára, líkt og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í vikunni.

Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu frá Beoing en hagnaðurinn kemur til þrátt fyrir 2% samdrátt í tekjum félagsins og færri afhendingum á Boeing 777 vélum en áætlaðar voru á fyrsta ársfjórðungi.

Boeing afhenti 104 farþegaflugvélar á fyrsta ársfjórðungi, sem er 4% minna en á sama tíma í fyrra. Þá tilkynnti Boeing einnig að afhending fyrstu Being 787 Dreamliner vélarinnar væri nú á áætlun en til stendur að afhenda fyrstu vélina til almennra nota á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þá stendur einnig til að kynna nýja kynslóð Boeing 737 vélanna, sem eru vinsælustu vélar framleiðandans.