Hagnaður breska olíufyrirtækisins British Petroleum (BP) dróst saman saman um 50% á þriðja ársfjórðungi — ef tekið er mið af sama tímabili í fyrra.

Fyrirtækið hagnaðist um 933 milljón dollara á þriðja ársfjórðungi eða því sem samsvarar 105,6 milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi. Hagnaður fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi í fyrra nam hins vegar 1,8 milljarði dollurum eða 203,7 milljörðum íslenskra króna.

BP segir að lækkun olíuverðs og neikvæðar ytri aðstæður hafi haft slæm áhrif á rekstur fyrirtækisins. Þó hagnaðist helsti keppinautur BP, Royal Dutch Shell 2,8 milljarða dollara á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður Shell hækkaði því um 18% milli ára.

Verð á olíu hefur verið lágt upp á síðkastið og hefur verð á hráolíu til að mynda lækkað um 70% frá árinu 2014.

Nánari umfjöllun má finna í frétt breska ríkisútvarpsins (BBC).