*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 15. mars 2016 11:15

Hagnaður Brandenburg 32 milljónir

Auglýsingastofan Brandenburg hagnaðist um 32 milljónir króna á árinu sem leið.

Karl Ó. Hallbjörnsson
Haraldur Guðjónsson

Auglýsingastofan Brandenburg ehf. hagnaðist um 32 milljónir króna á síðasta ári. Það er um tvöföldun hagnaðar ársins á undan, þegar fyrirtækið hagnaðist um 14,8 milljónir króna. Bókfærðar frá árinu á undan voru 37 milljónir króna en 16 milljónir króna voru greiddar í arð á árinu. Í tekjuskatt greiddi félagið 6,6 milljónir króna.

Eignir félagsins námu 89,5 milljónum króna. Milli ára jukust eignir félagsins um 21 milljón króna. Af þessum eignum voru þá 42 milljónir skuldir, en þar af voru allar skuldirnar til skamms tíma. Eigið fé Brandenburgar nam þá 47,3 milljónum króna, sem gefur eiginfjárhlutfall upp á rúm 52%. Handbært fé í lok árs nam 62 milljónum króna og jókst þá um 43 milljónir á árinu 2015.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá fyrir skömmu síðan hlaut Brandenburg flesta Lúðra fyrir árið 2015, en Lúðurinn eru íslensku auglýsingaverðlaunin sem haldin hafa verið í þrjátíu ár. Brandenburg hafði þá einnig hlotið flestar tilnefningar, sextán talsins.

Eigendur Brandenburgar eru þeir Bragi Valdimar Skúlason, stjórnarformaður, Ragnar Vilberg Gunnarsson, framkvæmdastjóri, Jón Ari Helgason og Hrafn Gunnarsson, en hver og einn þeirra á 25% hlut í félaginu.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is