Heildarafkoma sjávarútvegsfyrirtækisins Brim jókst um ríflega 135% á þriðja ársfjórðungi frá sama tíma fyrir ári, það er að teknu tilliti til þýðingarmunað vegna eignarhluta í félögum og kostnað af áhættuvörnum fór hagnaður félagsins úr 8,2 milljónum evra í tæplega 19,4 milljónir evra.

Það samsvarar um 2,7 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, en ef horft er hagnaðinn án þessara liða nemur hann 17,8 milljónum evra, eða tæplega 2,5 milljörðum króna, sem er þá tæplega 118% aukning frá 8,2 milljarða hagnaði félagsins á þriðja ársfjórðungi 2018.

Rekstrartekjur samstæðunnar á þriðja ársfjórðungi voru 67,7 milljónir evra og 177,7 milljónir evra á fyrstu níu mánuðum ársins, en á þriðja ársfjórðungi 2018 námu þær 49,2 milljónum evra en á fyrstu níu mánuðum 2019 námu þær 149,2 milljónum evra.

Tekjuaukningin á þriðja ársfjórðungnum nam því 37,4%, en á sama tíma jókst heildarrekstrarkostnaðurinn um 7,9%, úr 39,7 milljónum evra í 42,9 milljónir evra.

EBITDA nam 28,1 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi og 51,3 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum ársins. Samsvarandi tölur fyrir árið 2018 voru 13,5 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi en á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 voru þær 24,1 milljón evra.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 51,3 milljónir evra eða 28,9% af rekstrartekjum, en var 24,1 milljónir evra eða 16,2% árið áður.

Hagnaður fyrstu nýju mánuði ársins nam 28,5 milljónum evra, en 2018 en fyrstu níu mánuði 2018 nam hann 11,2 milljónum evra. Handbært fé frá rekstri nam 41,7 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum ársins en fyrstu níu mánuði ársins 2018 nam það 17,4 milljónum evra.

Eignir minnkað og eiginfjárhlutfallið batnað

Heildareignir félagsins hafa dregist saman um hálft prósent á árinu, úr 667,1 milljón evra í 663,8 milljónir evra. Þar af voru fastafjármunir 533,6 milljónir evra og veltufjármunir 130,2 milljónir evra.

Eigið fé nam 295,6 milljónum evra, eiginfjárhlutfall í lok september var 44,5%, en var 41,9% í lok árs 2018. Heildarskuldir félagsins voru í septemberlok 368,3 milljónir evra, en á árinu hafa þær dregist saman um 5%, úr 387,6 milljónum evra.

„Okkur gekk vel á þriðja fjórðungi ársins. Þorskveiði, makrílveiðar og vinnsla gengu vel og meira var framleitt á þessu tímabili af verðmætari afurðum,“ segir Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim.

„Verð afurða á erlendum mörkuðum voru hagstæð og ekkert skip var í slipp á tímabilinu.  Þá eru auknar fjárfestingar félagsins á undanförnum misserum í nýjum skipum og aflaheimildum að skila sér með skýrum hætti í aukinni arðsemi.“

Stjórn félagsis hefur samþykkt bæði kaupin á sjávarútvegsfyrirtækjunum tveimur í Hafnarfirði, Fiskvinnslunni Kamba og Grábrók en bróður forstjórans var stærsti eigandi þeirra, sem og sölufélögunum þremur í Asíu og þjónustufélagi þeirra á Íslandi, en félag forstjórans, ÚR, sem áður hét Brim var eigandi þeirra.

Hér má lesa helstu fréttir um málefni HB Granda og Brim síðan um það leiti sem Guðmundur keypti í félaginu: