Fjölmiðlasamsteypan BSkyB hagnaðist um 855 milljónir punda árið 2010.  Hagnaðurinn jókst mikið á síðari helmingi ársins, var 467 milljónir punda og hækkaði um 26% milli ára.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

News Corp þar sem Rupert Murdoch ræður ríkjum hefur gert yfirtökutilboð til annarra hluthafa í Sky.  Með þessu reynir News Corp að eignast 61% hlut í félaginu og þar með allt hlutafé félagins en fyrir átti það 39%. Framkvæmdastjórn ESB hefur samþykkt yfirtökuna en nú er hún á borði ráðamanna í London

Jeremy Hun menningarmálaráðherra Bretlands sagði fyrr í þessari viku að hann hyggðist senda yfirtökutilboðið til Samkeppnisstofnunar Bretlands (e. Competition Commission).