Hagnaður tískuvörurframleiðandans Burberry´s jókst um 24% árið 2011 samanborið við fyrra ár. Hagnaður fyrirtækisins var 366 milljarðar punda. Þá jókst sala um 24% og var andivirði 1,86 milljarða punda. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Burberry´s hefur vaxið hratt utan vesturlanda. 37% af sölu fyrirtækisins fór til að mynda fram í Austur- og Suðaustur Asíu.

Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins er gert ráð fyrir að fjárfestingum að andvirði 200 milljóna punda á þessu ári sem meðal annars felur í sér að opnaðar verði 15 nýjar verslanir. Árið 2011 opnuðu 23 nýjar verslanir, þar á meðal í Hong Kong, Taípei og París.

Burberry´s er 150 ára gamalt fyrirtæki.

Burberry
Burberry

Frakkinn sem Burberry's er einna þekktast fyrir.