Hagnaður Byggðastofnunar í fyrra nam 98,9 milljónum króna, en var 349,2 milljónir árið 2014. Eiginfjárhlutfall samkvæmt ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki var 21,56% en var 20,2% í lok árs 2014, samkvæmt ársreikningnum.

Hreinar vaxtatekjur voru 454,8 milljónir króna eða 54,3% af vaxtatekjum, samanborið við 399,4 milljóna króna (49,1% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur árið 2014. Laun og annar rekstrarkostnaður nam 392,6 milljónum króna samanborið við 387,1 milljónir árið 2014.

Eignir námu 14.417 milljónum króna og hafa hækkað um 499,8 milljónir frá árslokum 2014. Þar af voru útlán og fullnustueignir 10.308 milljónir. Skuldir námu 11.666 milljónum króna og hækkuðu um 401 milljón á árinu.

Samkvæmt tilkynningunni skýrist hagnaður tímabilsins fyrst og fremst á lægri framlögum á afskriftarreikning útlána, matsbreytingu hlutabréfa og sölu fullnustueigna.