*

fimmtudagur, 9. júlí 2020
Innlent 30. júní 2020 07:46

Hagnaður Centra lækkar

Hagnaður Centra nam 1,9 milljónum króna árið 2019 samanborið við 72 milljónir árið áður.

Ritstjórn
Sigurður Harðarson er framkvæmdastjóri Centra.
vb.is

Hagnaður Centra Fyrirtækjaráðgjafar nam 1,9 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 72 milljónir árið áður. Hreinar rekstrartekjur voru 104 milljónir og drógust saman um 102 milljónir milli ára. 

Heildargjöld fyrirtækisins voru 102 milljónir og lækkuðu um 13 milljónir frá fyrra ári. Eignir félagsins voru 49 milljónir, eigið fé þess 38 milljónir og skuldir 11 milljónir í árslok 2019. Sigurður Harðarson er framkvæmdastjóri Centra.