Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler tapaði 652 milljónum dala, um 75 milljarða króna, árið 2010.  Afkoman á fjórða ársfjórðungi var betri en spár höfðu gert ráð fyrir.

Sergio Marchionne forstjóri fyrirtækisins segir í tilkynningu á vef Chrysler að þó afkoman hafi vænkast sé þó enn mikið verk óunnið. Fyrirtækið hefur kynnt 16 nýja eða mikið endurbættar bíltegundir síðusta árið.

Ítalski bílaframleiðandinn Fiat (í. Fabbrica Italiana Automobili Torino) á nú 25% hlut í Chrysler. Fiat eignaðist hlutinn þegar félagið kom að því að Chrysler frá gjaldþroti sumarið 2010.  Endurreisn Chrysler var með fjárhagslegum stuðningi bandaríska stjórnvalda.