Bandaríski bankinn Citigroup hagnaðist um 2,93 milljarða dala, jafnvirði 375 milljarða króna, á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er 2% samdráttur á milli ára. Hagnaðurinn jafngildir 95 sentum á hlut á fyrsta fjórðungi ársins miðað við 99 senta hagnað á hlut á sama tíma í fyrra. Þetta var undir væntingum markaðsaðila.

Tekjur Citigroup námu 19,4 milljörðum dala á tímabilinu samanborið við 19,81 milljarð í fyrra.

Reuters-fréttastofan bendir á að þrátt fyrir að afkoman hafi reynst undir væntingum þá sé þetta engu að síður 20% meiri tekjur en á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Útlán jukustu um 12% á milli ára og námu undir lok tímabilsins 514 milljörðum dala.